Arkímedes

Heúrēka!

Jaangle remote_small

Notkun Android spjaldtölvu sem fjarstýring á Windows tölvu

| Athugasemdir

Android spjaldtölvur er hægt að nota á ýmsa vegu. Einn möguleikinn er að setja upp hugbúnað til að kveikja, slökkva á tölvu (wake-on-lan) eða stýra ýmsum forritum á heimilisvél gegnum innra net, t.d. glæruforritið Powerpoint. Eitt svona forrit fyrir Windows vélar – XP og seinni – heitir ‘Unified Remote’. Það er til í tveimur útgáfum – ein er ókeypis (free version) en hin ekki (full version).  Útgáfan sem þarf að greiða fyrir er víðtækari og gerir manni kleift að setja saman skipanir til að stýra þeim forritum sem ekki er búið að setja saman skipanir fyrir (e. Custom Remotes). Þá getur fjarstýring, þ.e. Android vél gefið beinar flýtilykla skipanir til tölvunnar sem stýrt er, fært músarbendil eða virkað sem lyklaborð.

Til að búa til ‘skipanapakka’ fyrir hin og þessi forrit sem vilji er til að stýra þarf að setja saman skipanir í XML skjali. Dæmi um hvernig þetta er gert fyrir tónlistarspilarann Jaangle fylgir hér að neðan. Jafnframt er að neðan að finna hvar hægt er að leita eftir upplýsingum til að gera þetta sjálfur. Enn sem komið er skjalfestingu ábótavant á ‘wiki’ síðu forritsins og fleira hægt að gera en stendur í hjálparskjölum.  Þess vegna er oft hægt að finna nánari upplýsingar á notendaspjalli en á ófullgerðum hjálparsíðum.

Eini gallinn við fjarstýringarpakka sem eru hannaðir á þennan veg virðast ekki stuðst við samskipti í báðar áttir. Sumar innbyggðar fjarstýringar gera það þó, t.d. fyrir Media Player Classic-á þeirri fjarstýringu kemur t.d. fram hvaða skrá er verið að spila. Ekki er unnt að sjá að það séu til leiðbeiningar á hjálparsíðum um hvernig hægt er að gera ráð fyrir svörun líkt og þetta (feedback) frá tölvu sem stýrt er og haga forritun eftir því. Það getur skapast einhver ringulreið ef verið er að senda skipanir á forrit sem ekki er í gangi – því samskiptin eru bara eina leið eins og velflestar raunverulegar fjarstýringar.

Uppsetning er tvíþætt. Setja þarf upp hugbúnað á Android spjaldtölvu – t.d. gegnum Google Play. Einnig þarf að setja upp hugbúnað á heimilisvél/fartölvu -þjónn (server)- til að taka á móti og vinna rétt úr skipunum frá Android vél. Hlekkir fylgja hér að neðan.

Einhverjir notendur hafa kvartað yfir sambandsleysi gegnum bluetooth eða þráðlaust net, en hafa skal í huga að gott er að setja fasta ip tölu á tölvu gegnum valmynd á beini.  Að auki þarf líka að finna mac addressu (nauðsynlegt fyrir Wake-on-lan) þeirrar vélar sem stýrðu forritin eru keyrð af og stimpla inn í tölvu með Android stýrikerfi sem er notuð sem fjarstýring. Þá hafa sum vandræðin með tengingu verið af svipuðum toga og við notkun ‘ES Explorer’. Þegar tenging fer af – t.d. spjaldtölva, sími fara að sofa – getur verið betra að bíða þar til tenging er kominn aftur á áður en að farið er lengra og reynt að nota forrit venjulega.

Að lokum er hér að neðan dæmi um XML skrá hönnuð til að stýra og nota innbyggða flýtilykla Jaangle tónlistarforritsins. Í stuttu máli er hver takki túlkaður sem ‘action’ og inn í hverju slíku er samsafn skipana, eða nánari lýsing á hvað takki á að gera. Neðar er síðan lýsing á því hvernig skal raða tökkum (‘layout‘).

Unified Remote (Jaangle XML viðbót):  Sækjið xml hér.

<?xml version="1.0" encoding="utf-8" ?>
<ur:Remote xmlns:ur="http://unifiedremote.com/schemas/remote.xsd" xmlns:xsi="http://www.w3.org/2001/XMLSchema-instance" xsi:schemaLocation="http://unifiedremote.com/schemas/remote.xsd http://unifiedremote.com/schemas/remote.xsd"
 Name="Jaangle" Icon="Jaangle.png" Author="Arkimedes" Description="Jaangle remote">
  
 <Actions>
  
  <Action Name="Start Jaangle">
   <ActionRef Name="Run" Target="Core.Task" Extra="%programfiles(x86)%\Jaangle\jaangle.exe"/>
  </Action>
   
  <Action Name="Exit Jaangle">
    <ActionRef Name="SwitchToWait" Target="Core.Task">
      <Extra Name="Process">Jaangle</Extra>
    </ActionRef>
    <ActionRef Name="Stroke" Target="Core.Input">
      <Extra>MENU</Extra>
      <Extra>F4</Extra>
    </ActionRef>
  </Action>
   
  <Action Name="Jaangle Play">
   <ActionRef Name="SwitchToWait" Target="Core.Task">
    <Extra Name="Process">Jaangle</Extra>
   </ActionRef>
   <ActionRef Name="Stroke" Target="Core.Input">
    <Extra>F4</Extra>
    <Extra>NUMPAD5</Extra>
   </ActionRef>
  </Action>
  <Action Name="Jaangle Next">
   <ActionRef Name="SwitchToWait" Target="Core.Task">
    <Extra Name="Process">Jaangle</Extra>
   </ActionRef>
   <ActionRef Name="Stroke" Target="Core.Input">
    <Extra>F4</Extra>
    <Extra>NUMPAD2</Extra>
   </ActionRef>
  </Action>
  <Action Name="Jaangle FForward">
   <ActionRef Name="SwitchToWait" Target="Core.Task">
    <Extra Name="Process">Jaangle</Extra>
   </ActionRef>
   <ActionRef Name="Stroke" Target="Core.Input">
    <Extra>F4</Extra>
    <Extra>NUMPAD6</Extra>
   </ActionRef>
  </Action>
  <Action Name="Jaangle Previous">
   <ActionRef Name="SwitchToWait" Target="Core.Task">
    <Extra Name="Process">Jaangle</Extra>
   </ActionRef>
   <ActionRef Name="Stroke" Target="Core.Input">
    <Extra>F4</Extra>
    <Extra>NUMPAD8</Extra>
   </ActionRef>
   <Action Name="Jaangle Rewind">
   <ActionRef Name="SwitchToWait" Target="Core.Task">
    <Extra Name="Process">Jaangle</Extra>
   </ActionRef>
   <ActionRef Name="Stroke" Target="Core.Input">
    <Extra>F4</Extra>
    <Extra>NUMPAD4</Extra>
   </ActionRef>
  </Action>
  </Action>
  <Action Name="Jaangle Stop">
   <ActionRef Name="SwitchToWait" Target="Core.Task">
    <Extra Name="Process">Jaangle</Extra>
   </ActionRef>
   <ActionRef Name="Stroke" Target="Core.Input">
    <Extra>F4</Extra>
    <Extra>NUMPAD0</Extra>
   </ActionRef>
  </Action>
  <Action Name="Volume Up">
    <ActionRef Name="SwitchToWait" Target="Core.Task">
      <Extra Name="Process">Jaangle</Extra>
    </ActionRef>
   <ActionRef Name="Press" Target="Core.Input" Extra="ADD" />
  </Action>
  <Action Name="Volume Down">
    <ActionRef Name="SwitchToWait" Target="Core.Task">
      <Extra Name="Process">Jaangle</Extra>
    </ActionRef>
    <ActionRef Name="Press" Target="Core.Input" Extra="SUBTRACT" />
  </Action>
  <Action Name="Volume Mute">
   <ActionRef Name="Press" Target="Core.Input" Extra="VOLUME_MUTE" />
  </Action>
   
 </Actions>
 
 <Layout Scroll="none">
  <Row Weight="wrap" ColSpan="12">
    <Control Type="Button" OnClick="Start Jaangle" Align="Left" Text="Start Jaangle"/>
    <Control Type="Button" OnClick="Exit Jaangle" Align="Right" Text="Quit"/>      
  </Row>
  <Row>
    <Control Type="Orb" OnClick="Volume Down" Align="Right" Background="Red" Icon="VDOWN" />
    <Control Type="Orb" OnClick="Volume Mute" Align="Center" Icon="VMUTE" />
    <Control Type="Orb" OnClick="Volume Up" Align="Left" Icon="VUP" /> 
  </Row>
  <Row>
    <Control Type="Orb" OnClick="Jaangle Rewind" Align="Left" Icon="RWD" />
    <Control Type="Orb" OnClick="Jaangle Play" Align="Center" Icon="PLAY_PAUSE" />
    <Control Type="Orb" OnClick="Jaangle FForward" Align="Right" Icon="FF" />
  </Row>
  <Row>
    <Control Type="Orb" OnClick="Jaangle Previous" Align="Left" Icon="PREVIOUS" />
    <Control Type="Orb" OnClick="Jaangle Stop" Align="Center" Icon="STOP" /> 
    <Control Type="Orb" OnClick="Jaangle Next" Align="Right" Icon="NEXT" />
  </Row>
 </Layout>
 </ur:Remote>

Unified Remote – ‘server’+ Android forrit

Frekari hjálp, heimildir:

http://support.unifiedremote.com/
http://www.unifiedremote.com/downloads/custom/actions.htm
http://www.unifiedremote.com/downloads/custom/keys.htm
http://wiki.unifiedremote.com/wiki/Documentation

Unified Remote (Jaangle XML add-on with icon): XML+icon