Arkímedes

Heúrēka!

Týnd bókamerki eftir Adobe Reader 11 uppfærslu úr 10

| Athugasemdir

Um miðbik þessa mánaðar kom út ný útgáfa af Adobe Reader 11 (XI) forritinu sem notast er við til að lesa pdf skjöl.  Hið góða er að nýja útgáfan eyðir út þeirri gömlu – 10 – án þess það þurfi að huga að því. En hið slæma er að við þessa uppfærslu geta bókamerki glatast úr hinu svokallaða ‘Jump List’.

Með einhverjum tilfærslum á skrám er þó hægt að endurheimta bókamerkin. Bókamerkin eru geymd í skráarsafni ‘ %appdata%\Microsoft\Windows\Recent\automaticDestinations ‘ . Þá er nóg að fara þangað með því að fara í ‘Run’ í Windows og slá þessa slóð þar. Þá ætti þessi falna mappa að koma upp. Með því að skipta út gömlu bókamerkjaskrá Adobe Reader 10 – sem hefur forskeytið ‘ee462c3b81abb6f6 ‘ og setja hana í stað þeirra nýju sem líklega heitir  – ‘ ff103e2cc310d0d ‘ og fylgir útgáfu 11  – þá lagast allt samstundis.

En varið ykkur og takið afrit af öllum skrám áður en út í er farið. Þetta gengur alla vega upp fyrir bókamerkin úr Adobe Reader 10 yfir í 11.  Hvort hægt er að gera hið sama fyrir bókamerki úr eldri útgáfum er óvitað-það færi eftir því hvort snið á þessum skrám sem geyma bókamerkin er staðlað og hefur verið óbreytt milli útgáfna.