Arkímedes

Heúrēka!

Líftími Kindle rafhlaðna

| Athugasemdir

Kindle lesbrettin (önnur heiti: lestölvur, rafbækur eða spjaldtölvur) eru orðin ágætur kostur fyrir fólk sem vill geta lesið bækur á rafrænu formi. Ódýrasta tegund af Kindle lesbrettinu kostar nú um 16.-20. þús kr.

Gott er að hafa nokkur atriði í huga við að dæma þessar tölvur og aðskilja þær frá öðrum. Ólíkt öðrum vinsælum spjaldtölvum er engin baklýsing. Ef svo væri þá mundi líftími rafhlöðunnar vera mun skemmri en er nú.  Þá hafa söluaðilar – þar á meðal framleiðandinn Amazon – kosið að nota sína eigin mælingu á líftíma rafhlöðu. Sem dæmi má nefna að sagt er að hleðsla getur enst í mánuð eða jafnvel lengur – enn þá er miða við hálfrar stundar notkun á dag. En tel ég nokkuð líklegt að margir finni sér tíma til að lesa lengur en hálftíma á dag – t.d. nemendur í skólum.

Þetta þýðir þá, miða við 4 vikur á mánuð, 28 x 0.5 klst. á dag – jafngildir þetta um 14 klst. stanslausa notkun. Hægt er að finna  í nokkrum búðum hér spjaldtölvur á þessu verðbili með baklýsingu. T.d. Nextbook 7 eða ProTab25 7”.  En þá endist hleðslan í þeim – og er þá m.v. við stanslausa notkun en ekki Amazon mælingaraðferðir – að hámarki 7 tímar. Það tekur um 3 tíma að fullhlaða Kindle lestölvu.

Ef menn hafa bækur á rafrænu formi sem þeir ætla sér að lesa í Kindle tölvunni sinni þá getur þurft að umbreyta þeim. Þá geta menn notað forrit til þess, t.d. Calibre eða MobiPocket Creator.  Nýjasta, ódýrasta útgáfan Kindle lesbrettisins styður þessar skráartegundir:

Kindle Format 8 (AZW3), Kindle (AZW), TXT, PDF, unprotected MOBI, PRC, HTML, DOC, DOCX, JPEG, GIF, PNG, BMP.

En þrátt fyrir það, getur reynst hentugt að breyta bókum þótt þær séu á réttu skráarformi fyrir Kindle. T.d. þá til að klippa úr spássíubil í bókum sem ellegar væru til leiðinda við flutning yfir í Kindle tölvu. Þá þarf síðan að tengja Kindle við tölvuna til að millifæra bækur úr einkasafni yfir á Kindle tölvuna. Lestölvan er með 2 GB gagnageymslu – en einungis er hægt að nota þar af 1.25 GB til að geyma bækur á lestölvunni sjálfri. En margar bækur t.d. á pdf skráarformi er af stærð undir 50 MB. Þá má kannski gefa sér að hægt væri að geyma þannig um 20 bækur – ef óumbreyttar áður en settar í Kindleinn- og ætti það að nægja mörgum.  Amazon telur það ætti að nægja fyrir 1400 bækur – en þá er hvergi nefnt í smáu hver staðal lengd bókar er í þessum útreikningum.

Þá er spurning hvernig umbreyting gengur á bókum til aflestrar á Kindle. Það gæti þurft einhverja lagni við að stilla forrit þannig að efnisyfirlit nýtist og virki rétt í umbreyttum bókum.

Amazon býður reyndar einnig upp á vefgeymslu bóka sem eru keyptar af Amazon – þannig hægt er að sækja og geyma bækur á alnetinu (e. Cloud Storage) – þá eru þær bækur ekki geymdar í tölvunni sjálfri-nema e.t.v. í skamman tíma meðan á lestri þeirra stendur (buffer).