Arkímedes

Heúrēka!

Vaktin.is ekki aðgengileg aftur í tímann (-_-)ゞ゛

| Athugasemdir

Ætlaði að rýna í verð nokurra tölvuvara aftur í tímann í dag á Vaktin.is gegnum Wayback Machine – http://wayback.archive.org – en það er víst ekki lengur hægt. Í stað þess að sjá eldri útgáfur af vefsíðunni kemur upp eftirfarandi mynd, þar sem ákveðinni textaskrá er kennt um, sem er sennilega hýst á vefþjóni Vaktarinnar.:

Hver er ástæða þess að loka fyrir þann möguleika að geta rýnt í verðin aftur í tímann?

Eftir nánari eftirgrennslan kemur í ljó s að enn er þó a.m.k. annar möguleiki fyrir hendi, vefsafn.is

Hér er t.d. mynd af verðum frá 2011 í mars, þegar dollarinn var kringum 116 kr.;

Verd-vaktin mars, 2011

Þar má sjá t.d. hér að verð á 3,5″ 1 TB sata 2 disk var í kringum 10. þús. kr. þá.