Arkímedes

Heúrēka!

Beinir, tg585

Netvandræði með beini frá Símanum

| Athugasemdir

Í dag kom upp vandamál  hjá notanda með nettengingu hjá Símanum – reyndar í sjálfu sér ekki óalgengt en ástæður geta verið margvíslegar. Einkennin í þessu tilfelli voru:

  • sjónvarp Símans og stöðvar voru í lagi en það er tengt myndlykli sem er síðan tengt við beininn á heimilinu – ef frá eru talin tilfelli þar sem hljóð dettur út undanfarið en tel þar um annars konar bilun að ræða
  • vefsíður voru hægar að hlaðast inn- og stundum eins og hefðu ‘hálf-halast’ niður – t.d. virkaði eins og css hlutinn af vefsíðum kæmi ekki inn og því aðeins texti réttur en allt form á vefsíðum í rugli
  • reynt að endurræsa beini en þá versnaði málið og maður komst ekki einu sinni á netið
  • náði fyrst sambandi við beini  á ip tölu ’192.168.1.254′ og gat séð viðmótssíðu hans í rápara en eftir nokkrar endurræsingar gekk það ekki!
  • sömu einkenni á tveimur ólíkum tölvum beintengdar með kapli við beini
  • svar við skipun ‘ipconfig /renew’ var  eftirfarandi:  ‘An error occurred while renewing interface Local Area Connection : unable to contact your DHCP server. Request has timed out.’
  • myndir hér að neðan lýsa ástandinu, reynt var að ‘pinga‘ beininn en þá komu upp skilaboðin ‘request timed out’!

Net vandamál

Prófað var að nota innbyggða bilanagreini í Windows 7 en hann gaf upp eftirfarandi mynd:

Netvandamal mynd 2

Ennfremur kom þessi mynd upp þegar leitað var í lýsingum nettengingar, sem sýnir ‘fjarveru’ netsambands:

Gerð var tilraun til að hringja í gjaldfrjálst númer Símans: 800 7000 og valið  ’2′ fyrir tækniaðstoð – en það voru mistök því það númer er ekki gjaldfrjálst að hringja í úr Vodafone farsíma og inneign rann út meðan beðið var.  Að taka beininn úr sambandi, eða endurræsa virkaði ekki heldur þannig að lokum var brugðið á það ráð að ‘endurstilla’ eða ‘reseta’ beininn. Það er gert með því að  þrýsta endann á lítilli bréfaklemmu  gegnum lítið gat aftan á beini og halda í nokkrar sekúndur meðan hann er í gangi. Þá breytast ljósin eitthvað á beininum en eftir litla bið reynir hann að nettengjast sjálfur. Hér er myndband um hvernig á að fara að: slóð.

*Best er að beintengja sig með netkapli við beininn meðan bilanagreining eða endurstilling fer fram, helst við útgang númer eitt – (4ji útgangur er vanalega notaður fyrir tengingu við myndlykil).

Þetta hefur þó í för með sér að notendaupplýsingar eyðast af beini þannig það verður að fara inn á viðmótssíðu beinis og setja aftur notendanafn sem er eitthvað álíka við jonjonsson@simnet.is og lykilorð inn fyrir nettengingu hjá Símanum. Þetta tvennt á að vera tiltekið í samningi við áskrift á nettengingu.  Eða þá einfaldlega að biðja um þær upplýsingar gegnum síma – helst með síma frá Símanum – til að spara fé, heimilissíma (ef hann virkar þrátt fyrir netvandræði) eða farsíma með inneign.

Athugið að til að komast inn á viðmótssíðu beinis er oft annað notendanafn og lykilorð sem þarf að slá inn áður, sem er ekki hið sama og fyrir nettengingu. Ef engu hefur verið breytt þá ætti það að vera ‘admin‘ bæði sem lykilorð og notendanafn.

Umræddur beinir, er af gerðinni Thomson TG585

Smellið hér til að skoða ferlið í flash í fullri stærð