Arkímedes

Heúrēka!

Sjólfur

| Athugasemdir

Hér er lítið forrit ætlað fyrir áskrifendur hjá Símanum til að fylgjast með niðurhalinu mjög náið.  Það er einungis búið að prófa á Windows 7 og má segja enn á tilraunastigi.Óvíst er hvort það gengur á flest Windows stýrikerfi.  Það gæti þurft að keyra  forrit með ‘run as admin’ möguleika, eða veita því ákveðin keyrsluréttindi.  Forrit er flytjanlegt (portable) og þarf enga uppsetningu.  Hins vegar,  til að geta geymt notendastillingar og annað þarf það að vera vistað í möppu sem er ekki ritvarin. Komið hefur fyrir að notendavefur Símans bilað og þá hefur ekki verið hægt að sækja nýjustu stöðu á gagnamagni – sérlega óhentugt ef gerist við lok mánaðar og notendur á mörkunum – en vilja jafnframt nýta niðurhal eins og þeim ber réttur. Ennfremur geta stundum liðið a.m.k. 1-3 klst., milli mælinga.

Sjólfur  (363 KB) – Windows 7  (32/64) (Á tilraunastigi, ‘pre-alpha’)

Þær geta orðið furðulegar bilanir hjá Símanum. Hér er mynd af einni slíkri:

Niðurhal mælist ’0 GB’ þennan mánuð, en það er þó eitthvað skráð niðurhal þann mánuð. Þá ‘finnst’ nettenging ekki, þótt hún sé virk. Ef bilun verður, þá ætti að koma í veg fyrir að niðurhal tilkynnist til notendur sem ’0′, betra væri í því tilfelli að gefa alfarið villuboð og engar tölur. Ekki er hægt að stóla á þetta virki þegar þjónustuvefur bilar svona að hluta.

Comments

  1. Óli says:

    Gott framtak !