Arkímedes

Heúrēka!

Windows 8

Windows 8 – tilraunaútgáfa

| Athugasemdir

Microsoft hefur nú útgefið Windows 8 ‘pre-alpha’. Þetta er nokkur konar frumútgáfa, sem er ekki nærri því jafn stöðug og lokaútgáfa verður. Ef einhver hefur áhuga á að setja það upp til að fá forsmekk af því hvernig Windows 8 mun verða fylgir hér hlekkur yfir á Microsoft síðu til að hala hana niður. Þannig að ef einhver hefur einn stakan lausan harðan disk til að prófa þetta er um að gera. Mæli ekki með því að reyna setja þetta samhliða núverandi stýrikerfi því maður veit aldrei hvað getur gerst – best að vera varkár.

Svo virðist vera að Microsoft er ekki að bjóða þetta af vefþjóni hérlendis,  þannig að niðurhalið mun teljast erlent gagnamagn. Þó er hugsanlegt að nálgast útgáfu af einhverri íslenskri ‘torrent’ síðu.  Stærð skráar er kringum 3-5 GB, sem þarf síðan að brenna á DVD disk, t.d. með ImgBurn - eða með því að búa til ræsanlegan USB lykil, t.d með WinToFlash.  Þá er disknum eða USB lykli stungið í og ræsiröð breytt í tölvu – annað hvort í bios valmynd eða með því að styðja á tiltekna F – lykla í ræsingu-þannig hún ræsir af geisladrifi/USB en ekki af harða disknum. Þetta er alfarið ókeypis útgáfa, þarf ekki skráningu og engin ábyrgð er ef eitthvað fer úrskeiðis-t.d. gögn tapast, gamla stýrikerfið finnst ekki ef uppsett á sama diski o.fl.


 

  • Windows 8 , hlekkur á niðurhal-vefþjónn erlendis.

Lágmarkskröfur:

  • 1 gígarið örgjörvi (GHz) eða hraðari 32/64 bita.
    1  GB RAM (32-bita) / 2 GB RAM (64-bita)
    16 GB laust pláss á hörðum diski ef 32-bita útgáfa er uppsett annars 20 GB fyrir 64-bita uppsetningu
    DirectX 9 skjákort með WDDM 1.0 rekli eða betra.