Arkímedes

Heúrēka!

Vírusvarnir

| Athugasemdir

Vírusvarnaforrit eru mörg, en þau eru mörg hver mismunandi að gerð.  Norton vírusvörn fylgir oft með kaupum á nýrri tölvu en sú vörn gildir í stuttan tíma og þá þarf að finna aðra vírusvörn ókeypis eða kaupa.  Af nokkrum algengari forritum má nefna Norton AntiVirus 2010, Avast,  AVG-Free eða Avira AntiVir. Hin tvö síðarnefndu þarf ekki að greiða fyrir ef til einkanota.

Avira-Antivir er mjög góð vírusvörn en við uppfærslu getur komið svona ‘pop-up’ gluggi upp þegar forrit er að uppfærast – sem það þarf t.d. að gera til að verjast nýjustu vírusum. Við því er reyndar til lausn, t.d. með því að búa til reglu í stýrikerfisuppsetningu sem leyfir ekki þeim parti forrits sem birtir þennan glugga að keyra. Hægt að að nálgast upplýsingar um þetta t.d. á þessari slóð fyrir hinar mismunandi útgáfur af Windows eða með því að slá upp leit í google með leitarstrengnum ‘remove avira nag’.

Þá býður Microsoft upp á MSE-Microsoft Security Essentials, sem er einnig ókeypis.

Gott er að nota eina af þessum vírusvörnum, ásamt öðru forriti, t.d. IOBit Malware Fighter eða Panda Cloud Cleaner,  gegn ‘spilliforritum’ sem geta orsakað óstöðugleika og  verulega hægvirkni. (e. Smiley Central, MyWebSearch, Scumware).  Önnur svipuð forrit: MalwareBytes, Ad-Aware.

Mælum með að velja hér í lista að neðan, eitt forrit úr báðum hópum.


Vírusvarnir:

Varnir gegn spilliforritum: