Arkímedes

Heúrēka!

hdd 140-140

Harðir diskar og vinnsluminni í eldri fartölvum

| Athugasemdir

Eins og kunnugt er nota eldri fartölvur ekki ‘SATA’ diska heldur af gerðinni (P) – ATA/IDE.  Margar eldri fartölvur  með bilaðan disk, en að öðru leyti í góðu lagi, má laga eða uppfæra með því að kaupa nýjan disk í þær. En úrval af diskum í þeim er núorðið lítið. Þá er gagnamagn í hlutfalli við verð óhagstæðara þegar borið saman við SATA disk í nýrri fartölvum.

Hérlendis er eitthvað selt í stærðum frá 80 -160 GB. Samsung diskur af gerðinni HM160HC hefur fengið ágætis dóma ef kannað er á netinu – en best að spyrja viðkomandi söluaðila nákvæmlega um hvaða tegund er að ræða þar sem oft á tíðum eru aðrir diskar til í sömu stærð frá viðkomandi framleiðendum en mishraðir þó.  Á vefsíðum sem kannaðar voru vantar stundum þessar upplýsingar.

Öll verð og skilmálar eru miðuð við 23. September,  2011. Verð voru tekin beint af vefsíðum viðkomandi fyrirtækja. Þá munar svo afar litlu í verði á 80 GB og 160 GB að mælt er með að kaupa stærri heldur en minni disk. Þá er upplagt að eiga hýsingu ef þörf er á meira pláss, t.d. fyrir margmiðlunarefni, kvikmyndir, tónlist o.fl. -  frekar en að yfirfylla disk af þannig gögnum.

Verð á 160 GB Samsung – (P-ATA / IDE) fartölvudisk:

  • Att.is - 12.950 kr.
  • Kisildalur.is – 11.500 kr.
  • Tolvutek.is - 11.900 kr. ( Ábyrgð er hjá þeim í tvö ár fyrir einstaklinga – framlengjanlegt um 1 til viðbótar fyrir 1.000 kr.  Aðrir skilmálar gilda um fyrirtæki )

- Aðrir diskar:

Ef einhver vafi leikur á hvort harður diskur er í lagi má t.d. sækja, Acronis Drive Monitor

Vinnsluminnið

Þá getur einnig verið gott að auka vinnsluminnið í vélum. Oft eru einungis tvær raufar og vinnsluminnið í eldri  fartölvum getur því að hámarki orðið 2-4 GB. En einn kubbur af 1 GB hérlendis af umræddu PC-2700/PC-3200 minni kostar um eða yfir 6.000 kr. Þetta vinnsluminni, alveg eins og eldri diskar í eldri fartölvum, virðist oftast dýrara en hið nýja sem er notað í nýrri vélum.  Ef minni er þegar í báðum raufum, þá  nemur auðvitað minnistækkun þegar 1 GB kubbur er settur í stað 256 MB kubbs, um 3×256, þ.e. 768 MB.

Nokkur verðdæmi:

Einn 1 GB kubbur, tegundinni PC 2700 í fartölvu:

Einn 1 GB kubbur, tegundinni PC 3200 í fartölvu:

Athugið, í einhverjum tilfellum er hægt að nota PC 3200 í fartölvum sem eiga að nota PC 2700 vinnsluminni. Þetta er vegna aðlögunarhæfni sumra þessara nýju kubba við eldri tækni.