Arkímedes

Heúrēka!

Fjölspilarar

| Athugasemdir

Það er til aragrúi af stöðlum fyrir margmiðlunarefni, sem dæmi: – WAV, WMA, MP3, OGG, SND, AU, AIF, AIFC, AIFF, MIDI, MPEG, MPG, MP2,  VOB, AC3, DTS, ASX, M3U, WMA, WMV, AVI, CDA, JPEG, JPG,  GIF, PNG, BMP, D2V, MP4, SWF, MOV, QT, FLV o.fl.

Ef ætti að velja einn fjölspilara fyrir Windows þá kemur Media Player Classic (MPC) sterklega til greina. Það ræður við að spila flest allt.  Hægt er að setja upp MPC með nokkrum víxlþjöppurum (e. codecs) frá CCCP. Það getur einfaldað önnur mál að setja þetta upp – t.d. ekki þarf handvirkt að stilla fjölspilara til að notfæra sér skjákort sem maður veit að býr yfir DXVA (e. Microsoft DirectX Video Acceleration) tækni. En nýting DVXA léttir töluverða byrði af örgjörvanum í tölvunni við að spila skrár í mikilli upplausn. Annað forrit sem margir hafa notað gegnum tíðina er VLC.