Arkímedes

Heúrēka!

Almenn tiltekt

| Athugasemdir

Stýrikerfi

Stundum er þörf á litlu forriti til að athuga að ákveðnir ‘lyklar’ og tilvísanir sem finnast í stýrikerfinu eru í lagi. Ef þetta er ekki gert getur ýmislegt dularfullt gerst eða hlutir ekki virkað rétt. Eða þá að hreinsa þarf gögn, t.d. leifar af forritum sem voru tekin út úr stýrikerfinu og gera ekkert nema taka pláss, eða eyða gögnum sem sýna ‘söguna’ t.d. úr vefrápurum, eða öðrum forritum. Til þess má nota forritið CCleaner. Fljótlegt er að setja þetta upp og er ókeypis. Mælum með að haka ekki við að setja upp ‘yahoo toolbar’ eða aðra viðbót sem kemur með við uppsetningu nema óskað sé eftir því að fá það inn í vefráparann yðar. Forrit býður upp á margar stillingar og er snarpt í keyrslu. Hægt að taka það út með einföldum hætti. Almennt séð er forrit hannað til að losa diskapláss og gera tölvuna skjótari. Virkar á bæði 32 og 64-bita Windows stýrikerfi. Hægt er að nota það af flakkara eða minnislykli.


Harði diskur

Með vissu millibili þegar búið er t.d. að afrita og færa til skrár á hörðum diski er nauðsynlegt að endurraða gögnum á honum (e. defragment). Ef það er ekki gert verður tölvan hægari en ella og jafnframt heyrist meira í harða disknum en venjulega þar sem hinir færanlegu hlutir í harða disknum þurfa að sækja óendurröðuð gögn. Einnig er ágætis regla að temja sér að nýta aldrei en sem nemur um 85-90 % af heildarplássi á hörðum diski. Windows stýrikerfin bjóða upp á innbyggt forrit til að endurraða gögnum en til er önnur sem eru jafnvel betri. Af ókeypis lausnum má nefna Auslogics Disk Defrag, ágætlega snarpt og hægt er að sinna öðrum verkum meðan forrit er í keyrslu þar sem það er nokkuð létt. Hægt að endurraða stökum skrám að vild – þetta kemur sér vel, t.d. fyrir leikjanotendur til að leikur keyri sem hraðast.