Arkímedes

Heúrēka!

Afþjöppun

| Athugasemdir

Nú er algengt að menn þjappi saman skrám í eina ‘.zip’ skrá af ýmsum ástæðum. Þannig er t.d. hægt spara hlutfallslega mikið pláss – með því að þjappa saman skrám sem innihalda mikinn texta (t.d. skrár af tegund ‘txt’ eða ‘pdf’).  Þá er hægt að verja svona þjappaðar skrár með lykilorðum, en það er ekki skothelt frekar en annað í tölvuheiminum.

Annar kostur er, og jafnvel mikilvægari, er að með þessu móti er hægt að halda utan um safn skráa líkt og um möppu væri að ræða – og sparar þetta því handtök við að velja safn skráa sem þyrfti t.d. að senda sem viðhengi í tölvupósti. Plássið sem sparast verður samt aldrei neitt verulegt ef miðað er við stærð stakra margmiðlunarskráa – t.d. kvikmynda sem eru oft stærri en 700 MB.  Aðrar skráartegundir eru þegar á þjöppuðu formi þannig það sparar lítið að reyna þjappa þær enn frekar – (dæmi: myndir á forminu jpeg, png, gif, xbm, bmp, avi, mkv).

Af vinsælum afþjöppunarforritum má nefna WinRar, WinZipIZArc, 7-Zip. Hið síðastnefnda forrit er alveg ókeypis og fullkomlega samkeppnishæft við hin tvö – og engin óþægindi við að nota þau ólíkt WinRar, sem skýtur upp glugga með beiðni um skrásetningu, eða styrk.  Forrit er til fyrir bæði 32-bita og 64-bita útgáfur af Windows stýrikerfum. Upplýsingar um niðurhal eru hér að neðan.


  • 7-Zip  Allar Windows útgáfur  (32-og 64-bita)
  • Izarc Windows 2000/XP/2003/Vista/7