Arkímedes

Heúrēka!

Geisladiskur

Afritun DVD diska

| Athugasemdir

Stundum þarf að afrita DVD diska af einhverjum ástæðum, t.d. er alltaf gott er að hafa vara afrit ef diskur skemmist eða betra reynist að spila myndefni af hörðum diski. T.d. gætu menn viljað afrita myndefni yfir á sjónvarpsflakkara.

Til er forrit, sem getur afritað diska yfir á ‘ISO’ staðal til að brenna á aðra geisladiska, eða þá í formi mappna með nokkrum myndskrám sem hentbetur til afspilunar af hörðum diski. Einhver afspilunarforrit – en ekki öll -, t.d. XBMC ráða við að spila ‘ISO’ skrár beint af hörðum diskum. Forrit eins og DVD Shrink hér að neðan virkar til að taka afrit af alls konar dvd geisladiskum. Þegar afritun er búin geta menn síðan notað önnur forrit, eins og t.d. ‘Handbrake’ ef þörf er á frekari smækkun eða öðru.

Þá er einnig hægt að spila myndir á ‘ISO’ formi af hörðum diskum með því að nota MagicDisc, eða DAEMON Tools Lite. Umrædd forrit hegða sér þá þannig að þau búa til ‘sýndardrif’ líkt og geisladiskur væri til staðar í einhverju drifi tölvunnar. Þá er í neyð oft hægt að nota afþjöppunarforrit, t.d. 7-Zip, til að kíkja myndefnið eða spila.

Gott forrit til að brenna ‘ISO’ skrár á geisladiska er t.d. ImgBurn.