Arkímedes

Heúrēka!

Endurvinnsla

Aðilar sem selja notaða tölvuhluti

| Athugasemdir

Hvar er hægt að kaupa notaða eða nýlega tölvuíhluti? Hér kemur sennilega ekki tæmandi listi, en gefur einhverja hugmynd:

Fjöllum ögn meira um Góða hirðirinn.  Eitthvað er til af tölvubúnaði þarna, t.d. voru/eru þarna notuð lyklaborð (PS/2 -tengi)  á 200-300 kr, ýmsar snúrur (straum) og spennubreytar. Gamlir CRT tölvuskjáir, LCD skjáir ekki jafn algengir.  Eins og gefur að skilja eru fáir að hreinlega losa sig við tölvuflatskjái nema þá bilaða.

Auðvitað hvílir þung skylda á kaupanda að kynna sér vöruna. Þó seljandi segi að hinn og þessi hlutur sé innifalinn í kaupum þá er best að ganga úr skugga um það sjálfur. Eftir að kaup eru frágengin er lítið hægt að gera. Sem dæmi, ef keypt er notuð tölva og sagt er hún hafi svona mikið vinnsluminni eða svona stóran harðan disk o.fl, þá er best að kanna málið sjálfur fyrir kaup. Þetta á ekki síst við, ef seljandi veit yfir höfuð lítið um tölvur. En það er svo sem fátt öruggt með kaup á notuðum hlutum.  Þá er hægt að gera við einhverja tölvuhluti -  fartölvur jafnvel,  þannig þeir virki við kaup, en bila skömmu seinna eftir kaup.

Þá virðast stundum harðir diskar vera í lagi – en það getur reynst snúnara að kanna, sýna fram á hvort þeir eru í lagi.  Stundum hafa menn keyrt nokkur próf á þá og látið væntanlega kaupendur fá yfirlit. Þetta byggir oft á það sem er kallað SMART tækni í hörðum diskum. Harður diskur sem hegðar sér eðlilega eina stund, getur bilað seinna en virst þrátt fyrir það í lagi seinna. Oft er þó einhver skaði samfara bilun sem hefur orðið, t.d. hafa svæði skemmst á harða disknum-sem notendur verða ekki varir við nema keyra einhver próf – eða tekið er eftir að gögn hafa ‘tapast’ eða stýrikerfi skemmst – þar sem skemmd svæði innihélt skrár nauðsynlegar fyrir stýrikerfið. Ekki skal treysta á harðan disk sem er farinn að bila.

Gott er í öllu falli að geyma fjölskyldualbúm, á fleiri en einum stað ef bilun verður. Hér í búðum geta menn fengið annan disk ef sá fyrri bilar á ábyrgðartíma, en því miður er oft ekki tekin nein ábyrgð á gögnum.  Menn geta reynt að endurheimta gögn með öllum ráðum sjálfir eða með aðstoð – en ef það felur í sér að opna disk eða eiga við hann að einhverju leyti þannig að innsigli er rofið, þá er ábyrgð fallin úr gildi. Í versta falli er ekkert endurheimt og setið er upp með ónýtan disk, sem mögulega einhverjir gætu notað parta úr við gagnabjörgun á öðrum diskum.  En ef gögn mega tapast og ábyrgð er í lagi, þá er hagstæðast að skila og fá nýjan disk í staðinn.

Einhver ábyrgð er á hlutum keyptum hjá Epli, Tölvuvirkni og Góða hirðinum en það er þó mismunandi hvernig skilmálar og tími eru.